Það eru ekki allir sem vita hvað Shea Butter er en nýlega gaf snyrtivöruframleiðandinn L’Occitane út vörulínu í takmörkuðu upplagi sem er byggð á þessu Shea Butter efni sem hefur einstaklega græðandi og mýkjandi eiginleika…
…Shea Butter er fita sem kemur úr hnetum afríska Shea-trésins. Þessi fita er algengt innihaldsefni í snyrtivörum, kremum og áburðum. Shea ‘smjörið’ er einnig ætt og því má nota það í matargerð.
Nýlega eignaðist ég varasalva úr þessari Shea Butter línu frá L’Occitane en varasalvinn heitir Organic Shea Lip Balm og kemur í þremur útgáfum. Varasalvinn er 10% Shea Butter og ilmar dásamlega (mín útgáfa hefur ‘Desert Rose‘ ilm). Þessi mýkjandi og græðandi varasalvi kemur í flottri túpu skreyttri litríku afrísku munstri.
Hér fyrir neðan er myndband sem sýnir hvernig Shea ‘smjörið’ sem að L’Occitane kaupir er framleitt.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=-FGuJK_N4oE[/youtube]
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.