Max Volume Gradiose maskarinn er nýr frá Nivea. Eins og nafnið gefur til kynna á hann að lengja augnhárin til muna og gefa þeim mikla fyllingu.
Burstinn er mjög þykkur og fer því mikið af maskarakremi á augnhárin í einu. Sumum finnst þykkir burstar óþægilegir en persónulega finnst mér þeir miklu betri!
Kostir:
- Lengir augnhárin mjög vel.
- Góður bursti.
- Mjög dökkur – gerir augun björt og falleg.
- Þarf lítið af honum – þar af leiðandi endist hann vel.
- Ódýr.
Gallar:
- Klessist stundum ef sett er of mikið af honum – en ef maður setur hæfinlega mikið klessist hann ekki neitt.
- Þó ég sé hrifin af þykkum burstum er örlítið erfiðara að setja maskara á neðri augnhárin þegar burstinn er þykkur.
Ég hef sjaldan eða aldrei átt lélegan Nivea maskara og þeir kosta í kringum 2000 kr. Ég hef átt 5000 kr. maskara sem var hræðilegur! Dýr maskari frá fínu merki þarf ekki endilega að þýða góður maskari!
Kostirnir vinna klárlega gallana við þennan maskara og því get ég eindregið mælt með honum ef þú vilt góðann maskara á góðu verði.
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.