Það getur stundum verið mikill vandi að finna og velja rétta varalitinn en þá getur verið gott að spyrja sig: Vil ég mattan, sanseraðan, glansandi, þekjandi, gegnsæjan, glimmeraðan?
…& so on and so on….
….Sjálf vil ég oftast hafa mína varaliti matta og þekjandi, fer reynar eftir því hvenær ætlunin er að nota hann en já… svona yfirleitt.
En það sem ég vil hins vegar alls ekki í tengslum við varaliti er þurr og stíf áferð, þannig að maður finni of mikið fyrir varalitnum á vörunum og hafi það á tilfinningunni að þær líti út eins og skorpið beikon 🙁
Það var svo um daginn sem rakst á umfjöllun um fallegan nýjan varalit frá Chanel. Þessi varalitur heitir Rouge Allure Velvet- Luminous Matte Lip Colour. Þessi varalitur hefur fengið 4.7 af 5 í einkunn á Makeupalley en það er snilldar síða ef maður er að íhuga í hvaða snyrtivörur sé nú best að eyða peningunum í.
Ég lét svo vaða í þennan varalit í vikunni og það er óhætt að segja að hann hafi ekki valdið mér vonbrigðum. Eins og ég hafði lesið á netinu þá er varaliturinn svo sannarlega þekjandi, flauels-mjúkur og mattur (án þess að vera þurr). Liturinn er númer 34 og heitir La Raffinée. Þessi litur er bleik-rauð-brúnn…já ég veit, erfitt að útskýra. En frábær fyrir þá sem vilja sterkan og þekjandi lit án þess að vilja vera of ‘kreisí’. Til dæmis væri þessi frábær fyrir þær sem þora ekki beint í rauðan lit en vilja samt fikra sig áfram með skemmtilega varaliti.
Hér fyrir neðan eru svo þrjár myndir sem ég smellti af varalitnum…og það er kannski rétt að taka það fram að liturinn kemur í æðislega elegant og skemmtilegum umbúðum sem gaman er að hafa í veskinu.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.