Ef það er eitthvað sem er okkur konunum hvað mest mikilvægast varðandi útlit okkar, þá er það húðin og ástand hennar. Ef þú ert með viðkvæma húð, sem auðveldlega hleypur upp við mengun, stress eða annars konar áreiti í umhverfinu, sem veldur því að húðin verður “rauð og pirruð”. Þá þarfnast húðin þín raka og næringar, og það er algjört möst að eiga gott krem til að bera á sig í byrjun dags.
Marbert Sensitive Care kremið er ofnæmisprófað, mýkir, nærir og einhvernveginn róar húðina. En Marbert snyrtivörurnar eru einmitt sérframleiddar fyrir viðkvæma húð, kremin eru mild og henta því vel húð sem er þurr og stressuð, kremin gefa húðinni ljóma og þá orku sem hún þarfnast, til að takast á við áreiti dagsins.
Það er líka fínt að setja smá (nætur) krem á þurrustu svæðin fyrir svefninn.
Marbert er ekki nýtt af nálinni en fyrirtækið var stofnað árið 1936 af Margarethe Sendler snyrtifræðingi og Dr. Betrha Roeber efnafræðingi og eru snyrtivörurnar þýskar sem eru meðmæli því það er margt gott sem kemur frá Þýskalandi og þá sérstaklega í heilsugeiranum.
Marbert hefur því verið frumkvöðull á sínu sviði í rúm 70 ár og á þeim tíma þróað og framleitt snyrtivörurnar með mikilli sérfræðiþekkingu.
Marbert Sensitive Care kremið kostar ca. 5.799.- kr.
Marbert Snyrtivörurnar fást á eftirtöldum stöðum:
Hagkaup (nema Eiðistorgi, Borganesi, Garðabæ)
Apóteki Vesturlands
Reykjavíkur Apóteki
Snyrtivöruversluninni Nönu
Lyfjaval Mjódd
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.