Ég las það um daginn að ef þú þrífur ekki förðun af andlitinu áður en þú leggst til hvílu, -þá tekur það húðina 26 daga að jafna sig! -Já já 26 daga! Ég segi það satt að ég hef ekki sleppt því að þrífa af mér förðun eftir þá lesningu.
Jafnvel þó ég hafi sofnað í sófanum og vakni fjögur um nóttina til að skríða hálfsofandi uppí ból, þá gef ég mér tíma til að taka u-beygju með smá viðkomu á salerninu til að þrífa andlit og bursta tennurnar.
Ég kynntist Marbert vörunum fyrst þegar ég starfaði við að kynna og selja snyrtivörur. Ungu stelpurnar hreinlega elskuðu sólarpúðrin (sem seldust hratt upp) og maskarana. Ég tók þannig eftir því að Marbert snyrtivörurnar áttu góðan hóp aðdáenda á öllum aldri og að húðlæknar mæla mjög oft með Marbert fyrir fólk sem á í einhverjum vanda með húð sína.
Marbert er ekki nýtt af nálinni en fyrirtækið var stofnað árið 1936 af Margarethe Sendler snyrtifræðingi og Dr. Betrha Roeber efnafræðingi og eru snyrtivörurnar þýskar sem eru meðmæli því það er margt gott sem kemur frá Þýskalandi og þá sérstaklega í heilsugeiranum.
MARBERT hreinsimjólkin Soft Cleansing Milk er mild hreinsimjólk sem inniheldur makademíuhnetuolíu sem mýkir húðina og E-vítamín sem græðir húðina og heldur henni ungri. Hreinsimjólkin hreinsar húðina ótrúlega vel og án þess að erta hana en veitir jafnframt góðan raka, hreinsimjólkin er notuð kvölds og morgna.
MARBERT andlitsvatnið Soft Cleansing Lotion er milt hreinsivatn sem inniheldur panthenol, aloe vera en hreinsivatnið róar húðina og veitir henni raka, auk þess að viðhalda réttu pH-gildi. Hreinsivatnið er borið á eftir að húðin hefur verið hreinsuð með hreinsimjólkinni og gefur andlitsvatnið húðinni mýkt, án svíða og húðin þéttist.
Þetta er frábær hreinsitvenna sem svíkur ekki. Hreinsimjólkin er laus við öll parabenefni og andlitsvatnið inniheldur hvorki alkóhól né parabenefni.
Verð ca. 2,730.-kr
Marbert fæst á eftirtöldum stöðum: Hagkaup (nema eiðistorgi, Borganesi, Garðabæ)
Apóteki Vesturlands
Reykjavíkur Apóteki
Snyrtivöruversluninni Nönu
Lyfjaval Mjódd
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.