Hefur þú spáð í það hvers vegna stjörnurnar ljóma svona svakalega á myndum?
Hélst kanski að það væri Photoshop? Ég veit leyndarmálið, það er Highlighter!
Eftir að hafa séð ótal myndir eins og þessar komst ég loks að þessu leyndarmáli og fór að spyrja förðunarfræðinga út í þetta. Ég áttaði mig fljótt á því að ég yrði að eignast Watt´s up higlighter frá Benefit!
Þetta litla stifti með ljómanum dregur fram allt það besta og lýsir upp andlit þitt svo það verður frísklegt og fullkomið á að líta. Einstaklega smart og hentugar umbúðir með ljómanum á einum enda og svampi til að dreifa úr honum á hinum.
Watt´s up Highlighter frá Benefit er án efa nauðsyn í snyrtiveski hverrar konu.
Make up Alley gefur Watt´s up frá Benefit 4,5 af 5 mögulegum, og ég er ekki hissa.
Gunnhildur pjattrófa var svo góð að kenna okkur um daginn hvernig á að nota highighter.
Hér að neðan er einnig kennslumyndband:
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=Z5VOuYMG8e8[/youtube]
Þessi súperflotti highlighter frá Benefit fæst um borð í flugvélum Icelandair hjá Saga Shop. Þú þarft bara að biðja einhvern ferðalang að koma með hann fyrir þig. Smelltu til að sjá verðin.
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.