MAC colourization línan inniheldur átta dúó af augnskuggum – bæði litum og náttúrulegum brúnum litum.
Þetta er ótrúlega skemmileg lína því að mörg dúóin eru stórfurðulegar litablöndur – eins og mínir augnskuggar (Double feature 1).
Gulur og fjólublár er ekki eitthvað sem mér hefði dottið í hug að setja saman en það er ótrúlega flott og öðruvísi!
Guli liturinn (Golden lemon) er mjög GULUR en það er mikill glans í honum svo hann verður fallega ljósgylltur. Mjög spes litur. Það er mjög flott að nota hann með miklum svörtum kisueyeliner og rauðum varalit! Auðvelt og fabjúlus!
Fjólublái (Nocturnelle) er ekkert of dökkur þannig maður þarf ekki að vera hræddur við að nota mikið af honum. Flottur fyrir smokí kvöldförðun. Flott að nota Viva Glam 2 (Lady Gaga varalitinn) með honum. Hann er nánast alveg nude og skapar jafnvægi á milli.
Gult og fjólublátt saman
Þar sem þeir komu nú saman í umbúðum varð ég að prófa þá saman, ég var líka svo forvitin að vita hvernig þeir kæmu út! Útkoman var mjög skemmtileg! Þessir litir svínvirka saman og gefa svolítið grúví lúkk. Þeir blandast vel og ætti því hver sem er að geta blandað þeim flott saman. Fyrst ég gat það getur þú það!
Flóknar augnskugga-krúsídúllur er ekki mín sterkasta hlið en þetta kom mjög flott út!
MAC eru bara snillar þegar kemur að litum, gæðum og endingu! Kostar sitt en algjörlega þess virði finnst mér. Maður má nú stundum leyfa sér! Mér finnst Double feature 2 líka rosa spennandi. Lime grænn og dökk grár! – Fæ mér þá næst!
Augnskuggarnir fást í MAC í Kringlunni og Debenhams Smáralind og kosta 6.590 kr. (sem er í raun ekki mjög dýrt fyrir tvo augnskugga)
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.