L´Oreal Youth Code er sennilega ódýrasta línan í flokki “yngingarkrema” miðað við gæðin.
…en hún er hönnuð til að láta húðina virðast yngri og draga úr línum með Pro-Gen tækni sem uppgötvuð var á rannsóknarstofu L’Oreal.
L’Oreal Youth Code Anti-Wrinkle concentrate er einskonar spartl í mjórri túpu, sem maður ber á erfiðustu svæðin til að draga úr fínum línum áður en maður ber á sig Youth Code dagkremið.
Könnun sem 229 Konur tóku þátt í sýndu þessa niðurstöðu:
- Húðin virðist endurnærð: 78% samþykkar
- Hrukkur virðast minni: 69% samþykkar
- Heildaráferð húðar virðist þéttari: 71% samþykkar
Niðurstaða: Eftir nokkurra vikna notkun er húð mín mjög heilbrigð og virðist þéttari. Spartlið og kremið er mjög góður grunnur undir farða og húð mín er alveg laus við þurrk og virðist endurnærð.
Ég get hiklaust mælt með þessu kremi sem einnig hefur þann kost að vera ekki of dýrt.
Myndband sem sýnirhvernig maður ber á sig L´Oreal Youth Code Dagkrem…
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=7lre8wM2JNs[/youtube]Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.