Þessi grein er fyrir strákana.
Að raka andlitið getur verið vandasamt fyrir karlmenn, það er örugglega ekkert alltof skemmtilegt en samt algjörlega nauðsynlegt. Þar sem flestir karlmenn þurfa að raka sig annan hvern dag eða á hverjum degi er ágætt fyrir þá að kunna að gera það almennilega…
…Nýrakað andlit er bæði snyrtilegt og flott og nýlegar rannsóknir hafa sýnt að menn sem raka sig reglulega eru líklegri til að stunda meira kynlíf en þeir sem gera það sjaldan. Ég veit ekki hvort það sé eitthvað til í þessu en það sakar allavega ekki að raka sig reglulega.
En mörg leiðileg vandamál geta fylgt rakstri eins og erting, útbrot og þurr húð. Hér fyrir neðan eru nokkur ráð sem gott er að hafa í huga þegar verið er að raka andlitið:
1.Reyndu að komast hjá því að raka andlitið um leið og þú vaknar, það er ágætt að leyfa húðinni (og þér) að vakna almennilega fyrst.
2. Gott er að nota andlitsskrúbb ef þú hefur tíma til þess, hann fjarlægir dauðar húðfrumur, opnar svitaholur og undirbýr húðina fyrir raksturinn. Svo er skolað með heitu vatni, það mýkir hárin og kemur í veg fyrir að það verði vont að raka hárin burt.
3. Næst er raksápu nuddað vel í skeggrótina, um að gera að velja góða raksápu sem ver húðina fyrir útbrotum.
4. Notaðu beitt og ferskt rakvélablað. Lélegt blað getur skorið og rispað húðina. Skolaðu einnig blaðið reglulega á meðan þú rakar þig og notaðu litlar og hægar strokur. Taktu þér þinn tíma, þú ert jú að strúka beittum hníf við andlitið þitt!!
5. Þegar þú rakar þig reyndu þá að fylgja hárvextnum, að raka í þá átt sem hárið vex getur komið í veg fyrir ertingu, roða og inngróin hár.
6. Svo er nauðsinlegt að nota ´After shave´. Það róar og mýkir húðina, ekki veitir af.
7. Vandaðu svo valið á vörum sem þú setur í andlitið á þér!
L’Oreal Men Expert gaf nýverið út línu sem heitr Hydra Sensitive og er sérhannað fyrir viðkvæma húð. Þessi lína hefur fengið frábæra dóma og ég veit um einn sem mælir með henni. Sá prófaði hreinsisápu, raksápu og after shave úr Hydra Sensitive línunni. Allt er þetta sérhannað til að vernda og sefa húðina eftir raksturinn.
Raksápan er víst mjög þykk og góð og á að koma í veg fyrir þurrk og roða. After shavinn fær líka góða dóma, hann inniheldur 4 styrkjandi efni (kalsíum, magnesíum, kopar, og mangan). Hann dregur samstundis úr ertingu og gefur húðinni raka.
Um að gera að vanda valið og sig þegar kemur að rakstrinum.
Hér er svo Patrick Dempsay í L’Oreal Hydra Sensitive auglýsingunni:
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.