Eitt af því fáa sem ég get illa án verið er gott augnkrem. Þau hafa marga kosti, helst þann að vernda og byggja upp ofurviðkvæmt svæðið í kringum augun.
Helsti galli þeirra er þó helst sá hvað þau kosta stundum mikið. Nýlega prófaði ég hinsvegar nýtt augnkrem frá L’Oréal sem ég vil mæla með enda fara gæði og gott verð oft saman þegar kemur að L’Oreal. Augnkremið heitir Youth Code Anti wrinkle EYE care.
Þetta augnkrem á að draga úr gráma undir augunum og þrota í húðinni á þessu viðkvæma svæði. Ég set það á húðina á kvöldin og það bráðnar inn í hana, mjúkt og yndislegt.
Þetta er tilvalið krem fyrir konur og karla sem glíma við bauga og þrota undir augum – og hæfir vel fólki aldrinum 35-45 ára.
Notist bæði kvölds og morgna eða eftir atvikum. Kælandi stálið virkar vel á þrotann og kremið mýkir og stinnir augnsvæðið. Augnkrem eru nauðsynleg öllum sem glíma við þreytumerki kringum augun og þetta augnkrem er bæði ódýrt og gott.
Guðrún Gunnarsdóttir er menntuð í viðskiptafræði en hefur lengst af starfað í tískubransanum. Nú rekur hún heildsölu ásamt eiginmanni sínum. Hún er sérlegur unnandi Parísarborgar en þangað fer hún nokkrum sinnum á hverju ári. Guðrún er hrútur, fædd 1976.