L’Oreal: Beyonce, Diane Kruger og Jennifer Aniston eru allar gullfallegar og þekktar konur í Hollywood sem eiga það sameiginlegt að þær hafa allar verið andlit L’Oréal og auglýst vörur frá fyrirtækinu.
Á síðasta ári kom ný kremlína fyrir eldri konur á markað frá L’Oréal – Age Re-Perfect Pro-Calcium.
Markaðsdeild fyrirtækisins fékk hina stórglæsilegu leikkonu Jane Fonda til að vera andlit línunnar en hún er orðin 72 ára og alltaf jafn glæsileg.
Það er ekkert launungamál að með aldrinum þá missir húðin teygjanleika, hún verður þurr og viðkvæmari fyrir vikið. L’Oréal Age Re-Perfect Pro-Calcium Glow+Anti-spot (já, langt nafn) er öflugt rakagefandi krem fyrir augu og varir með C vítamíni en C-vítamín tekur þátt í streituvörnum líkamans og myndun streituhormóna. Einnig er UV vörn gegn geislum og mengun úr umhverfinu.
Kremið er inniheldur örvandi formúlu (Glow+Anti-spot) sem endurheimtir ljóma húðar, vinnur gegn og dregur úr brúnum blettum og litabreytingum í húðinni.
Hentar öllum 60+ ára og getur komið til greina sem skemmtileg gjöf fyrir ömmu, mömmu eða vinkonu sem á orðið allt 😉
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.