Möndlutré, Lavender- og ólífutré voru táknræn fyrir landslagið í Provence-héraðinu í Frakklandi um 1930 en vegna aukinnar vélvæðingar í landbúnaði og annars konar arðbærari uppskeru þurftu trén að víkja.
Fyrir nokkrum árum var hafist handa við að rækta möndlutréð upp í Provence-héraðinu og tók fyrirtækið L’Occitane virkan þátt í því starfi og hefur nú um nokkurt skeið notað afurðir trésins, möndlurnar, í framleiðslu sína.
Það nýjasta í möndlulínunni er meðal annars Delightful Shape fitubrennslu-gel með mikilli virkni en formúlan inniheldur m.a. möndlublómahnappa, ilmkjarnaolía úr gulrótum og náttúrulegt koffín.
Sérfræðingar L’Occitane segja að fitubrennslan aukist sjöfallt. L’Occitane hefur sótt um einkaleyfi fyrir formúlunni.
Hvernig virkar þetta?
Delightful Shape örvar háræðakerfi húðarinnar og bætir þar með vatnslosun og hjálpar til við að minnka appelsínuhúð. Eftir mánaðarnotkun er húðin á maga, rass -og læri stinnari, sléttari og appelsínuhúð hefur sýnilega minnkað. Rannsóknir þeirra sýndu að ummál læra minnkaði um allt að 3.3 cm í prófun á vörunni eftir 28 daga samfellda notkun.
Franska snyrtivörufyrirtækið L’occitane er með mikið úrval af ilmkertum, förðunarlínu, ilmvötn, baðvörur, sápur, líkamslínu, handaáburði og fótakrem ásamt fleiru. Yndisleg búð sem alltaf er gaman að koma í.
L’Occitane vörurnar fást í Kringlunni og á Laugavegi.
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.