Augnskuggar sem þekja ótrúlega vel, glitra eins og gimsteinar, næra og mýkja húðina, endast í allt að 16 tíma og koma í óteljadi fallegum litum. Hjómar vel, ekki satt?…
…Þetta eru nýju (haust 2011) augnskuggar frá Shiseido. Þessir fallegu augskuggar koma í nokkrum litum sem allir innihalda óvenju mikið ‘pigment’ og þekja því súper vel. Augnskuggarnir eru hannaðir af förðunarfræðingnum Dick Page (sem lítur ekki beint út fyrir að vera förðunarfræðingur) en innblásturinn sótti hann í ljósmyndir sínar frá ferðalögum um heiminn.
Áferðin er mjúk og þægileg en mér finnst best að bera skuggana á með puttunum. Einfalt! Endingin er frábær og þeir renna ekki til þó að þeir hafi góðan raka í sér. Shiseido lofar að skugginn endist á augnlokinu í allt að 16 tíma, ég hef reyndar ekki reynt á það en það verður spennandi að sjá. Og einn bónus…augnskuggarnir innihalda efni sem heitir Super Hydro-Wrap Vitalizing DE en það mýkir og nærir húðina.
Ég fékk litina 707- Patina (grænn) og 803- Techno Gold (gulur). Þessum litum er hægt að blanda saman og nota eina og sér. Útkoman er mjög falleg þegar þeim er blandað saman en þá set ég gula yfir allt augnlokið og svo græna sem eyeliner, mega hressandi! Ég mæli með að kíkja á YOUTUBE stöð Shiseido en þar eru myndbönd af Dick Page þar sem hann kennir þér að nota skuggana á mismunandi vegu.
Þessir skuggar fengu svo verðlaun fyrir að vera bestu augnskuggarnir í ‘Best of Beauty’ liðnum í Allure magazine.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=dOq7RkBB0XY[/youtube]Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.