Nýja sumar- förðunarlínan frá Yves Saint Laurent er full af fallegum vörum í sumarlegum og skemmtilegum litum. Eins og alltaf eru umbúðirnar hrikalega fallegar sem er alltaf mjög aðlaðandi þegar kemur að snyrtivörum að mínu mati: Glossar, varalitir, blautir kinnalitir og nagalökk er eitthvað af því sem finna má í þessari sumarlínu…
…Það sem mér fannst mest spennandi úr línunni voru vörurnar sem komu í takmörkuðu upplagi en þar eru þemalitnirnir skær-gulur og turquois-blár. Ég prófaði einmitt naglalökk í þessum skemmtilegu litum.
Það gula (Surreal Yellow N°138) er, eins og áður sagði, skæææær-gult og skemmtilegt og inniheldur smá sanseringu sem gerir það að aðeins meira glamúr-lakki en því bláa.
Svo er það turquois-dökkbláa lakkið (Utopian Turquoise N°137), en það er án sanseringu. Það lakk er mjööög sérstakt en ég hef ekki séð neitt því líkt áður, þessi litur er minn ´must have´ litur fyrir sumarið!
Ein umferð af þessum YSL lökkum nægir og þú ert ´reddí´!
Önnur vara sem kemur í takmörkuðu upplagi er augnskuggapalletta sem inniheldur tvo augnskugga í þessum áðurnefndu litum (Scorching Yellow og Blistering Blue N°37). Litirnir koma í gylltum umbúðum með tveim svampa-burstum. Litina má nota eina og sér eða þá blanda þeim saman til að fá skemmtilegan grænan lit. Augnskuggarnir hafa þægilega og mjúka áferð og eru ofnæmispfófaðir. Eitthvað fyrir þá sem þora! Þessa áberandi augnskugga er svo flott að nota með ´bláa´ glossinum sem einnig kemur í takmörkuðu upplagi. Reyndar verða varinar ekki bláar heldur fá ískalda spegiláferð og…mjög góða lykt (jááá ég elska YSL lyktina).
Svo eru það meira hefðbundnir hlutir línunnar…þar á meðal er nýr litur í krúttlegum kremkinnalitum sem koma í fallegum krukkum.
Þessi nýji litur er skemmtilega appelsínugulur og sumarlegur (Audacious Orange N°4) og kemur sjúklega vel út með ljósbleikum vörum og smá maskara, ferskt og unglegt.
Af því að þessi litur er pínu ´kreisí´ þá er gaman að hafa hann svolítið áberandi og halda þá restinni af förðunninni í lágmarki. Svona kremkinnalit er best og einfaldast að bera á húðina með fingrunum og setja lítið í einu og bæta svo ofan á fyrir meiri lit.
Þennan kinnalit nota ég með YSL Golden Pur glossinu N°3, en það gloss er bleikt og troooðfullt af gylltu glimmeri. Loves it!
Sem sagt…skemmtileg sumarlína sem inniheldur bæði hefðbundnari liti ásamt mjög skærum, áberandi og sérstökum litum. Gaman!
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.