Vor og sumarlínan 2011 frá Gosh mjög rómantísk og mjúk en allar vörurnar í línunni eru fallega mildar á lit. Það á einnig við um krem-kinnalitinn sem heitir Natural Touch Cream Blusher og eins og nafnið gefur til kynna þá er hann mjög nátturulegur og hentar því dagsdaglega.
Liturinn sem ég fékk heitir því krúttlega nafni 003 Fluffy Peach og er ferskju-bleikur og sumarlegur. Svona krem-kinnaliti er mjög þægilegt og fljótlegt að bera á með fingrunum en sjálf nota ég alltaf farðaburstann minn til að bera hann á.
Aðal málið með kinnaliti að mínu mati er að setja lítið í einu og blanda vel, svo getur maður alltaf bætt við. Best er svo að byrja að setja kinnalitinn á epli kinnana og láta hann svo deyja út þegar nær dregur hárlínunni, passa bara að það sjáist engin skil. Ég set yfirleitt tvær léttar umferðir yfir blautan farðann (án púðurs) þegar ég nota þennan krem-kinnalit og fæ þannig mjög ferskt og ´dewey´ lúkk. Kinnaliturinn hefur svo mjög góða endingu og verður ekki of glansandi þegar líður á daginn.
AUGNSKUGGARNIR
…Litapallettan samanstendur af ljósbleikum, brúnum, ferskju-, og nudelitum, mjög flatterandi og flottir tónar.
Ég sá strax að augnskuggapallettan (Nude Passion 001) úr þessari línu var eitthvað sem ég þyrfti að prófa en pallettan hefur að geyma sex liti sem eru allir ljósir með örlítilli sanseringu. Ótrúlega flott hversdags.
Umbúðirnar eru smekklegar og fínar eins og alltaf hjá Gosh en þær innihalda spegil og bursta ásamt skuggunum sex.
Frábærir augnskuggar á góðu verði sem munu klárlega verða notaðir óspart í sumar!!
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.