Ég hef alltaf verið óttalegur rokkari inn við beinið þegar kemur að tísku. Ef vel er að gáð má yfirleitt finna allavega eina hauskúpuáprentun eða eitthvað annað álíka þegar ég er að smella saman átfitti fyrir daginn.
Þannig að þegar ég hnaut um feisbúkksíðu Einars Thors, Thors hammer wristbands fyrir rúmlega ári síðan hlýnaði mér í litla pönkarahjartanu og tölvumúsin bræddi næstum því úr sér á meðan ég klikkaði mig í gegnum myndaalbúmin hjá honum.
Einar Thor hefur mest verið í hönnun og gerð leðurarmbanda sem sæma sér vel á hvaða rokkara sem er. Það sem mér finnst svo flott og töff er að armböndin eru svo skemmtilega unisex og hann rígheldur í íslensku arfleifðina – notar Ísland, rúnir og ásatrúna í bæði hönnun armbandanna og nafngift þeirra.
Ég hef pantað hjá honum armbönd og þar sem hann framleiðir armböndin eftir pöntunum var ekkert mál fyrir mig að panta armband og láta breyta rúnaletruninni á því í nafn þess sem síðan fékk armbandið í jólagjöf. Hvert og eitt armband er handgert og þessvegna er ekki mikið mál að heyra í Einari til fá að setja sitt eigið „töts“ og “customiza”.
Núna ári eftir að ég uppgötvaði þennann hæfileikaríka hönnuð er hann kominn með flotta heimasíðu: thorshammer.is og hefur fært út kvíarnar. Nú er ekki einungis hægt að fá leðurarmböndin hans, heldur er hann farinn að hanna belti, fatnað og skartgripi. Hægt er að borga í gegnum íslenskann netbanka ef pantað er af feisbúkk síðu Thors Hammer og visa ef pantað er beint í gegnum heimasíðuna thorshammer.is og ekki skemmir fyrir að þetta er alveg hræbillegt hjá kauða 🙂
Frumlegt, töff og snilld í jólapakkann!
Hrafnhildur, eða Krummi, er mamma, förðunarfræðingur, leikkona, kærasta, systir, dóttir, handverkskona og listakona svo fátt eitt sé nefnt. Ung flutti hún frá Sauðárkróki til Reykjavíkur þar sem hún lærði förðunarfræði en seinna flutti hún til Alabama, USA þar sem hún lærði leiklist. Eftir nokkur ár í Bandaríkjunum lá leið hennar aftur til Sauðárkróks og hún er því rödd landsbyggðarinnar á meðan pjattrófa. Hrafnhildur er fædd 21. febrúar árið 1980 og er fiskur.