Það þekkja líklegast flestir fjólubláa Lavender blómið sem ilmar svo dásamlega. En Lavender ilmurinn er ekki bara góður heldur þykir hann einnig hafa róandi og slakandi áhrif á okkur stressaða mannfólkið…
…Snyrtivöruframleiðandinn L’Occitane gaf nýverið út línu sem er einmitt tileinkuð þessu fallega Lanvender blómi. Þessi lína inniheldur meðal annars sápur, ilmkerti, krem og ilmvatn sem hægt er að nota margvíslega.
Ilmvatnið úr Lavender línunni heitir Lavender Eau de Cologne og kemur í 300 ml. stórri og flottri krukku. Ilmurinn hentar báðum kynjum og hann má nota bæði sem ilmvatn en líka sem ‘body splash’ en þá skrúfar maður tappan af og hellir í lófan á sér og ‘skvettir’ á sig og þar sem Lavender ilmurinn hefur róandi og slakandi áhrif á okkur þá er tilvalið að úða þessum ilm í sængurfötin og koddann fyrir svefninn.
Þessi ilmur er virkilega góður, sjálf nota ég pumpuna og úða honum á mig strax eftir sturtuna (í staðin fyrir að skrúfa tappan af og ‘skvetta’ á mig. Svo fær kærastinn að sjálfsögðu að nota hann líka. Sniðugt!!
Smellið HÉR til að kíkja á Facebook síðu L’Occitane á Íslandi og skoðið vöruúrvalið.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.