Ég hef notað þessar vörur af og til í nokkur ár þegar ég vil gera vel við mig og mitt heimilisfólk og lít á þessar vörur sem gott dekur í fallegum umbúðum, þetta eru líka vörur sem mér þykir skemmtilegt að gefa og er alltaf þrælánægð með L’Occitane, hvort sem um er að ræða handsápu, ilmkerti fyrir heimilið eða annað.
Lavande Body and Massage Gelið er silkimjúkt gelkrem sem ég ber á mig eftir sturtuna. Hún er með mildum og slakandi Lavender ilm en L’Occitane notar aðeins hreinustu útgáfuna af Lavender jurtinni og leggur mikinn metnað í það. Gelið er frábært því það er milt og hægt að nota daglega til að næra og mýkja húðina, einnig er bodygelið frábært fyrir nudd sem gefur góða slökun.
Ég prófaði einnig Relaxing Roll-On sem kemur í lítilli flösku með stálkúlu en olían er borin á púlspunktana til þess að sefa spennu og slaka á huganum. Relaxing olían inniheldur P.D.O. Haute-Provence lavender ilmkjarnaolíu sem er með slakandi eiginleikum. Lavender jurtin er þekkt fyrir róandi áhrif sín á hugann og því er fátt betra en að fara í gott bað fyrir svefninn og bera svo á sig Lavender líkamskrem og toppa svo með relaxing-roll on.
L’Occitane lavender línan hentar fyrir bæði kynin en í henni er meðal annars hægt að fá kölnarvatn, handaáburð, sturtusápu, ilmkerti og margt fleira sem skoða má HÉR.
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.