Teint Miracle farðinn kom á markaðinn seint á síðasta ári og hefur slegið í gegn á mjög stuttum tíma.
Farðinn hlaut meðal annars mjög virt snyrtivöruverðlaun; Prix d’Excellence de la Beauté 2011 frá Marie Claire en þar er nokkrum snyrtivörum frá ýmsum framleiðendum veitt bestu verðlaunin í sínum flokki.
Það skyldi engan undra að Teint Miracle farðinn hafi fengið verðlaunin því hér er á ferðinni framúrskarandi góður farði.
Hann hylur vel en er á sama tíma náttúrulegur og léttur, virkar svolítið mattur en á sama tíma kallar hann fram ljóma húðarinnar með sérstökum ögnum sem draga til sín ljós úr umhverfinu. Semsagt -frábær.
Niðurstaðan er áferðarfalleg og jöfn húð.
Farðinn kemur í umbúðum sem eru mjög sniðugar. Glerflaska með pumpu og tappa úr einskonar plasti sem gerir vöruna lúxus og auðvelda í meðförum á sama tíma. Mundu bara að hrista flöskuna áður en þú pumpar því þannig blandast samsetning í meikinu. Í raun er þetta þannig með öll meik – þú átt alltaf að hrista flöskuna fyrst.
Smelltu HÉR til að fræðast um verð og kaupa vöruna.
Hér er svo myndband þar sem franskur förðunarfræðingur frá Lancome leiðir okkur í sannleikann um þennan flotta farða og kennir réttu handtökin.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.