Ég hef ekkert alltof mikla þolinmæði þegar kemur að því að bera á mig maska og bíða svo eftir því að hann virki. Þannig að ég varð súper ánægð þegar ég kynntist HYDRA INTENSE maskanum frá LANCOME – það tekur bara fimm mínútur að bera hann á sig og fá fulla virkni.
Þessi maski gefur mjög góðan raka og áður en ég nota hann skrúbba ég andlitið með EXFOLIANCE COMFORT kornamaska sem er einnig frá Lancome. Með honum losa ég dauðar húðfrumur á mildan hátt.
Exfoliance Comfort er með gegnsæjum kornum og er ótrúlega mjúkur miðað við að vera kornamaski. Hann er sérstaklega hannaður fyrir þurra húð og gerður úr hunangi, geri og möndlum ásamt öðrum rakagefandi efnum.
Þegar ég er búin að nota kornamaskan ber ég á mig Hydra Intense maskann en húðin á mér verður ótrúlega fersk og mjúk eftir það. Maskinn er gerður úr suðrænu plöntunni Imperata Cylindra. Plantan sú hefur þann hæfileika að halda út mikla þurrka og maskinn er einstaklega rakagefandi fyrir vikið.
Það er líka hægt að bera maskann á sig áður en þú ferð að sofa og láta hann vinna alla nóttina. Þá þarftu bara að bíða í smá stund þar til hann þornar almennilega svo að kremið fari ekki allt í koddann. Þetta er gjarna gert yfir veturinn og ekkert sem mælir gegn því að nota rakamaskann nokkrum sinnum í viku.
Ef þig vantar raka í húðina og hefur ekki allan tímann í heiminum til að dúlla þér við hana þá eru þessar vörur upplagðar í baðskápinn hjá þér.
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.