Það er ekkert svo rosalega langt síðan að ég kynntist label.m hárvörunum en ég varð strax mjög hrifin enda mjög spennandi og flott merki…
…Fyrsta varan sem að ég prófaði frá þeim var Honey & Oat sjampó en það hefur einu bestu lykt sem ég hef á ævinni fundið af sjampói og… eins og nafnið gefur til kynna, inniheldur það hunang sem mýkir hárið -og lætur það ilma dásamlega.
Það sem ég er að nota núna frá label.m kemur úr lífrænu línunni þeirra sem heitir einfaldlega Organics. Þetta er sjampó og hárnæring sem heitir Organic Moisturising Lemongrass og það ilmar frábærlega eins og það sem ég hafði áður prófað.
Þessi tvenna byggir aðallega á þrem efnum sem öll hjálpa skemmdu og þurru hári (ekki veitti af smá raka í mínu tilfelli). Eftirtalin efni eru: Hafrakjarnar sem gefa raka og þykkja hárið, Jojoba olía og Roðarunnakjarni. Vörurnar eru svo alveg lausar við paraben, sodium chloride og sulphate (sem getur verið ertandi á viðkvæma húð).
Ég mæli hiklaust með þessum vörum fyrir þær sem eru með þurrt og ‘döll’ hár og/eða viðkvæman hársvörð…og bara fyrir alla sem vilja lemongrass ilm af hárinu sínu, raka og smá fyllingu.
Og skilaboð frá Label.m
Við styðjum Fair trade/Sanngjörn viðskipti. Við stundum eingöngu viðskipti við framleiðendur sem rækta lífrænar vörur, án allra aukaefna.
Við leggjum áherslu á að stuðla ekki að eyðileggingu skóga né hafa neikvæð áhrif á dýralíf. Við vinnum með náttúrunni og notum efni í samræði við það.
Smellið HÉR til að kíkja á facebook síðuna hjá þessu vandaða og ört stækkandi hárvörumerki á Íslandi. Vörurnar fást til dæmis á Rauðhettu og Úlfinum, Circus Circus, Salon Reykjavík, Slippnum og Kompaníinu.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.