Hver man ekki eftir allri umfjöllununni sem varir Ásdísar Ránar fengu eftir að þær virtust skyndilega hafa stækkað um 5 númer á einni nóttu?
…Flestir töldu að hún hefði fengið sér fyllingarefni en sjálf sagðist hún hafa málað sig þannig að varirnar aðeins virtust stærri. Sumir trúðu þessu en aðrir ekki.
Ég efast nú um að það sé hægt að stækka varirnar svona mikið með förðun en það er klárlega hægt að láta þær líta út fyrir að vera stærri og fyllri en þær í raun eru með réttu tólunum.
Kinnbeinin er hægt að móta með sólarpúðri og setja svo sanseringu eða highligher ofan á þau til að láta þau líta út fyrir að vera hærri. Sömu sögu má segja um varirnar, hægt er að móta þær með varapenna, varalit, gloss og smá sanseringu.
Ég fékk nýlega í hendurnar ‘varapenna’ frá lúxus merkinu Guerlain. Liturinn sem heitir Cupidon 00 er fölbleikur, sanseraður og glitrandi.
Þetta er ekki hefðbundin varapenni því hann á ekki að nota kringum allar varirnar heldur aðeins til að sansera og highlighta ákveðna parta varanna, til dæmis V formið í miðri efri vörinni. Svo nota ég líka örlítið af honum á miðja neðri vörina en passa bara að blanda honum vel við varirnar. Því næst er flott að setja varalit sem er svipaður náttúrulegum lit varanna og að lokum doppa pííínu gloss á miðja vörina.
Þetta mun klárlega gefa vörunum þetta extra oompfh og fyllinguna sem flestar vilja. Fæst í Hagkaup og víðar.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.