Það kvarta margar konur undan dökkum baugum og þrútnum augum á morganna. Sjálf á ég ekki í miklum vandræðum með bauga en bólgin augu í morgunsárið þekki ég vel…
Að vakna daginn eftir snakkát eins og kartafla í andlitinu er ekki góð skemmtun!
Þá getur verið gott að eiga eitthvað fínerí í snyrtibuddunni. Ég var svo heppin að fá í hendurnar vöru frá Estée Lauder sem heitir Idealist Cooling Eye Illuminator en þetta er krem sem á einmitt að hjálpa til við að minnka bauga, bólgur og fínar línur í kringum augu.
Kremið kemur í túpu og framan á henni er lítill keramik-stútur sem maður notar til að bera kremið á augun bæði kvölds og morgna. Þessi keramik-stútur er alveg ííískaldur þannig að það er mjög góð tilfinning að setja hann upp við þreytt og bólgin augu. Ég get alveg sagt að maður virðist mun ferskari og hressari eftir fyrstu notkun en kremið gefur mjög fallegt ‘glow’ svo að augnsvæðið verður strax bjartara og frísklegra.
Þetta krem er ekki hyljari, þannig að það útrýmir baugunum ekki alveg heldur lýsir upp augnsvæðið og gerir bauga minna áberandi…því getur verið gott að setja smá hyljara yfir kremið ef að baugarnir eru mjög dökkir.
Þetta augnkrem er algjör snilld þar sem maður fær mikið fyrir peninginn. Mæli með að kíkja á þetta næst þegar þið eigið leið um snyrtivöruverslun.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.