Fyrir tíu árum uppgötvaði L’OCCITANE ótrúlega öfluga plöntu, gyllta eins og sólina. Planta þessi hefur þann eiginleika að visna ekki þrátt fyrir að búið sé að týna hana. Ber hún heitið Immortelle.
L’OCCITANE hefur unnið úr plöntunni meðal annars dagkrem, næturkrem og augnkrem og hef ég undanfarið verið dugleg við að bera á mig kremin á morgnana jafnt sem á kvöldin.
Ég er hrifnust af augnkreminu, það frískar mig einhvernvegin. Þegar ég vakna á morgnana, stend fyrir framan spegilinn, svoldið mikið syfjuð og set svo á mig kremið þá finn ég hvernig augun vakna.
Næturkremið er frábært, það undirbýr húðina mína fyrir kuldann sem er á morgnana en mér finnst það ganga vel inn í húðina ásamt því að næra hana. Ég er vön að fá þurrkubletti í andlitið þegar fer út í kuldann, en ekki núna. Kremið ? Kannski.. ég vil allavega halda það.
Dagkremið, (líkt og önnur krem í Immortelle línunni) kemur í veg fyrir öldrun en það á einnig að minnka hrukkurnar og gera húðina mýkri og stinnari. Mér finnst kremið gott undir farða og það gengur hratt inn í húðina sem er ótrvíræður kostur.
Það er kannski eitt sem ég á eftir að venjast og er það ilmurinn af kreminu. Aftur á móti verður kremið ekki eins náttúrulegt ef L’OCCITANE fer að nota einhver gervi efni til að bæta lyktina og blómið getur kannski ekki alveg ráðið hvernig það ilmar, þannig að það er jákvætt að L’OCCITANE haldi uppi gæðum með því að leggja áherslu á hið hreina og náttúrulega.
Ég fer oft í L’OCCITANE þegar mig vantar gjafir og má nefna það að gjafaöskjurnar hjá búðinni eru sérstaklega flottar og ég tel að enginn verði svikinn á því að fá L’OCCITANE jólapakka í ár.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=-ppGhjj2Xy0[/youtube]
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.