Lancome er kominn með nýjan ilm sem án efa mun halda sér í flokki klassískra ilma um ókomna tíð enda hefur hann allt til þess að bera.
Hönnuðurinn Christine Nagel vildi vekja skilningarvitin með klassískum fáguðum ilmi sem þó væri óvenjulegur að samsetningu.
Þetta er tímalaus ilmur og hefur hið svokallaða “french touch” sem er einstaklega notaleg blanda af blómum og Chypre. (Chypre er ilmvatnsfjölskylda en fyrsta ilminn i þerri fjölskyldu hannaði Coty árið 1917 og skírði hann Chypre eftir eyjunni Krít).
Hypnose senses er fjörugur ilmur með bleikum pipar sem lyftir ilminum með örlítilli “óskammfeilni”, safa og ávaxtaríkt Osmanthus, absolute rósablöð og dýrmætt og seiðandi Patchouli frá Indónesíu færir Hypnose sense viðartón og tryggir að ilmurinn er munúðarfullur og sexý frá grunnótu til toppnótu.
Ég mæli með þessum notalega ilm fyrir allar konur sem vilja klassískan og fágaðan ilm…
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.