Hypnôse Drama er líka einn uppáhaldsmaskarinn minn. Ég hef keypt hann reglulega undanfarin ár og einnig pínt þá sem ég þekki sem fara til útlanda til að kaupa hann fyrir mig í fríhöfninni.
Eins og ég minntist á hér þá gerir hann allt sem góður maskari þarf að gera; lengir, þykkir og brettir. Fyrir þær sem elska að gera meira úr augnhárunum þá er þetta alveg frábær kostur. Kim Kardashian hefur oft lýst yfir aðdáun sinni á maskaranum og þar sem að hún er oftast með gullfalleg augnhár og augnförðun þá er óhætt að taka mark á því.
Gott ráð: Hægt er að nota burstann á marga mismunandi vegu eftir því hvað maður vill gera og vinna mjög vel með hann. Fyrst þegar maskarar eru notaðir þá er burstanum rúllað á handabakið (á sama stað) og búin til lítil “klessa”.
Svo er farið með burstann aftur í hana þegar það vantar meira á hann í stað þess að dýfa burstanum aftur í maskarann. Með þessu er bæði hægt að koma í veg fyrir sýklamyndun, að maskarinn þorni upp og að hann klessist á augnhárunum!
Ég get hiklaust mælt með Hypnôse Drama fyrir þær sem vilja löng, kisuleg og þykk augnhár!
Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er förðunarfræðingur og útskrifaðist með hæstu einkunn úr MOOD Make Up School með áherslu á tísku- sjónvarps- og ljósmyndaförðun og tók Airbrush námskeið í sama skóla. Hún er sjálfstætt starfandi og tekur að sér hin ýmsu verkefni, allt frá einstaklings- og brúðarförðunum upp í tímarit og auglýsingar. Einnig vinnur hún fyrir Bobbi Brown á Íslandi sem sölustjóri.
— Vantar þig förðun og/eða persónulega förðunarráðgjöf? Hafðu samband á gunnhildur@gb-makeup.com