Förðunarfræðingur ráðleggja konum sem hafa ljósa augnumgjörð og ljóst litarhaft að nota maskara í öðrum litum en svörtum. Það gerir svo ótrúlega mikið fyrir augun, þau verða mildari og náttúrulega falleg.
Í Ultra Lavande vorlínunni 2011 frá Lancôme er einmitt fjöldi fjólublárra litatóna en þessir litir vekja upp diskódívuna í okkur öllum en eru þó sömuleiðis mjög dömulegir og fágaðir.
Í Ultra Lavande vorlínunni er sömuleiðis nýr maskari sem heitir Hypnôse Drama Mascara.
Þessi ómótstæðilegi maskari fæst í fjólubláum og auðvitað líka í svörtum lit fyrir þær sem vilja bara svart og aftur svart. Fjólublái tónninn gerir hins vegar svo mikið fyrir augnförðunina þegar hann er notaður með til dæmis fjólubláum augnskugga; Ombre Absolue Minérale augnskuggafjarkanum frá Lancôme.
Hypnôse Drama frá Lancôme
Tvær umferðir af Hypnôse Drama maskaranum frá Lancôme nægja til að fullkomna hvaða förðun sem er og gera að litlu meistaraverki. Liturinn er ekki bara fallegur, hönnunin á Hypnose burstanum er einnig frábær. Hann dreyfir réttu magni af formúlunni yfir augnhárin sem virðast þess vegna enn þéttari og lengri.
Guðrún Gunnarsdóttir er menntuð í viðskiptafræði en hefur lengst af starfað í tískubransanum. Nú rekur hún heildsölu ásamt eiginmanni sínum. Hún er sérlegur unnandi Parísarborgar en þangað fer hún nokkrum sinnum á hverju ári. Guðrún er hrútur, fædd 1976.