Í þeirri veðráttu sem við búum við hér á Íslandi er nauðsynlegt að hugsa vel um húðina. Í miklum kuldum hættir húðinni til að verða þurr og orkulaus og þegar veðrið er sífellt að breytast verður húðin fyrir álagi.
Það var því með nokkurri eftirvæntingu sem ég prófaði nærandi og rakagefandi Hydrating 24h serum frá Blue Lagoon en öll kremin frá Blue Lagoon byggja á einstökum eiginleikum Blue Lagoon kísils.
Í þessu serumi er Blue Lagoon bl_d1² sem er einstök efnasamsetning Blue Lagoon kísils og þörunga. Efnin styrkja náttúrulegt varnarlag húðarinnar og veita þurri húð meiri orku og glæða hanan nýju lífi og ljóma.
Þessi einstaka Blue Lagoon bl_d1² efnasamsetning kemur m.a. í veg fyrir niðurbrot á kollageni af völdum UV geisla. Bara snilld!
Hydrating 24h serum er eins og sérsniðið fyrir íslenska veðráttu og okkar húðgerð. Sjálf fann ég greinilegan mun á húðinni með notkun serumsins. Húðin varð áferðarfallegri og tærari á allan hátt.
Blue Lagoon Hydrating 24 h serum er ákaflega góð vara sem ég mæli hiklaust með. Það má nota það kvölds og morgna á hreina húð og berið síðan rakkrem á húðina.
Serumið fæst m.a. í Blue Lagoon versluninni á Laugavegi og HÉR.
Guðrún Gunnarsdóttir er menntuð í viðskiptafræði en hefur lengst af starfað í tískubransanum. Nú rekur hún heildsölu ásamt eiginmanni sínum. Hún er sérlegur unnandi Parísarborgar en þangað fer hún nokkrum sinnum á hverju ári. Guðrún er hrútur, fædd 1976.