Abeille Royale serumið frá Guerlain elskar húðina mína og hefur sýnt það í verki undanfarnar vikur.
Þetta er byltingarkennt serum frá franska lúxusmerkinu Guerlain en grunnurinn í því er drottningarhunang sem löngum er þekkt fyrir góð áhrif þess á húðina. Sagt er að drottningar hafi baðað sig upp úr mjólk og hunangi á öldum áður til að fegra útlitið.
Það má með sanni segja að serum þetta frá Guerlain hafi góð áhrif á húðina mína því eftir reglubundna notkun, kvölds og morgna í eina viku, tók ég eftir því að yfirborð húðarinnar var sléttara og minna bar á svitaholum og fínum línum í kringum augu og munn.
Mér skilst að um 63% þeirra sem notuðu vöruna og tóku þátt í undirbúningsrannsóknum með Guerlain hafi einnig greint jákvæðar breytingar á húðinni.
Abeille Royale hefur létta og silkimjúka áferð og smýgur létt inn í húðina. Ilmurinn er einnig léttur og mjúkur og er sóttur til hunangsins.
Umbúðirnar eru ‘elegant’ og fallegar með gylltum tappa skreyttum býflugumynd og glertúbu sem skammtar þér nákvæmlega eins marga dropa og þú þarft sem er vel þegið þegar um dýra vöru er að ræða. Þá vill maður ekki að neitt fari til spillis. Serumið ætti að endast í 4-6 mánuði m.v. daglega notkun, einu sinni á dag.
Ég get ekki annað en mælt með þessari lúxusvöru sem kom á markað seint síðasta haust og hefur slegið í gegn hjá dyggum Guerlain dömum sem og nýliðum á borð við undirritaða.
Smelltu HÉR til að kaupa vöruna og fræðast um verð.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.