Highlighter er einn af þessum hlutum sem að þú ÞARFT kannski ekki beint að eiga en er samt svo gaman því hann gerir svo mikið fyrir mann…
…Ég er mjög ´picky´ á highlighter en fann einn fullkominn fyrir mig um daginn, hann er bleiktóna og er því mjög náttúrulegur og blandast vel við ljósan húðlit eins og minn. Þessi highlighter kemur úr smiðju Gosh og heitir einfaldlega Liquid Highlighter, Satin Glow #001. Hann er fljótandi og hefur einstaklega mjúka og fallega áferð.
Fyrir þá sem hafa ekki notað highlighter eða vita ekki hvað það er þá er það einfaldlega ljóst glitrandi krem sem að þú getur borið á kinnbeinin, augnbrúnabeinin, niður eftir nefinu og á rétt fyrir ofan efri vörina. Þetta gefur manni ferskt yfirbragð og gefur húðinni ljóma, maður verður eiginlega að prófa sjálfur og sjá muninn.
Ég nota hann sjálf mest á kinn-og augnbrúnabeinin og set svo sólarpúður undir kinnbeinin. Mjög sumarlegt og ferskt.
Ég ber highlighterinn á með förðunarburstanum mínum og passa bara að blanda mjög vel. Ég held að það sé alveg þess virði að splæsa í einn góðan highlighter því hann gerir mjög mikið fyrir mann og túpan endist og endist því maður þarf svo lítið í einu.
Kíktu á nokkrar myndir af því hvernig nota má highlighter í förðun…
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.