Ef snyrtivörur eru í svörtum glansandi umbúðum merktum tvöföldu gylltu ‘C’ þá á ég mjög erfitt með að standast mátið. Því var ég mjög spennt að sjá nýju ‘Holiday’ förðunarlínuna frá Chanel…
…Það er gyllti liturinn sem einkennir þessa línu í bland við svart og rautt, mjög jólalegt og ‘glamúröss’. Og auðvitað, eftir að hafa kynnt mér línuna, fengu eitt stykki gylltur augnskuggi og eitt stykki gyllt gloss inngöngu í snyrtibudduna.
Augnskuggin heitir Soft Touch Eyeshadow og gyllti liturinn er númer 407 (Blazing gold). Það sem er sniðugt við þennan augnskugga er að það er hægt að nota hann á hefðbundinn hátt en svo má bleyta smá upp í honum og þá færðu ýktari lit sem hentar vel sem ‘eyeliner’, til dæmis undir augað eins og sést á myndinn fyrir ofan.
Svo er það glossinn, hann heitir Glossimer og nýji ‘limeted edition’ gyllti liturinn er númer 307 (Sparkle D’Or). Þessi Glossimer varagloss frá Chanel hefur fengið endalaust lof meðal bloggara og förðunarfræðinga enda hefur hann einstaka áferð og endist vel á vörunun.
Ég mæli með því að kíkja á þessa flottu glamúr línu sem mun klárlega setja punktinn yfir i-ið yfir hátíðarnar.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.