Öll sækjumst við eftir frísklegum, hraustlegum og fallegum húðlit og fyrir þær sem eru sóldýrkendur sem vilja viðhalda litnum þá er Terracotta Serum algjörlega málið.
Terracotta Serum er frábært efni sem má nota eitt og sér eða út í sólarvörnina, body lotion og/eða andlitskrem til að viðhalda litnum lengur.
Settu aðeins tvo dropa út í andlitskremið og passaðu að blanda vel saman við andlitskremið áður en það er borið á. Út í body-lotion ættu fjórir dropar að duga.
Serumið er hunangslitað og ilmefnalaust en formúlan er hönnuð til að virkja og viðhalda litnum eftir sólina. Þú nærð að halda „taninu“ aðeins lengur fram á haustið með því að nota þetta auk þess sem serumið mýkir og nærir hörundið.
Einnig má blanda vörunni saman við Terracotta Bronzing Powder frá Guerlain og halda þannig fallegum og jöfnum lit allt árið um kring, .
Hrein og tær snilld eftir sólarlandaferðina, fyrir brúðkaupið, árshátíðina eða bara dagsdaglega til að viðhalda litnum enn lengur.
Guerlain fæst í helstu snyrtivöruverslunum en serumið er hugsað fyrir bæði karla og konur.
PS. Fyrir fagurkera þá er glasið „vintage“ hönnun, fallegt og sjarmerandi.
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.