Guerlain er kominn með nýjan varalit á markað, Guerlain Rouge G, í flottustu umbúðum sem ég hef séð!
Útgáfan sem ég eignaðist er í lit Fuchsia Delice 70.
Varaliturinn sjálfur er bleikur með örlitlum glitrandi ögnum sem gerir áferðina glansandi. Guerlain hefur lengi þróað þennan varalit sem er afar rakagefandi en helst þó á í marga klukkutíma. Hann er frekar gegnsær og liturinn því “eðlilegur” og fallegur.
Margar konur halda tryggð við varalitina í Rouge G línunni og endurnýja vor og haust þegar nýju litirnir koma enda einstaklega þægilegur varalitur hér á ferð.
En það sem mér finnst stórkostlegt við þennan varalit er hulstrið, ég hef aldrei séð eins fallega og sniðuglega hannað varalitahulstur. Það er eins og lítill bátur í laginu, maður dregur varalitinn út og þá opnast tvískiptur spegill, einn venjulegur og einn sem stækkar.
Þetta hulstur er “special edition”, fyrstir koma fyrstir fá svo ég mæli eindregið með því að drífa sig af stað. Ég er strax farin að reyna finna leiðir til að geta endurnýtt hulstrið þegar þessi varalitur er búinn…
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.