Vinkona mín kynnti mig fyrir GOSH snyrtvörunum fyrir nokkrum árum en GOSH er danskt snyrtivörufyrirtæki með flottar vörur á mjög góðu verði.
Ég prófaði þá strax naglalökkin og glossin frá þeim og varð mjög hrifin. Þetta tvennt á heima í snyrtibuddunni minni amk.
Nýlega uppgötvaði ég nýjung frá GOSH – Perfumed body spray í línunni City Girls. Þetta er frískandi og léttur ilmur sem mér finnst gott að úða á líkamann eftir sturtu.
Það var þó ekki lyktin sjálf sem kveikti í mér og fékk mig til að kaupa vöruna, heldur sjúklega flottar umbúðir.
Líkamsúðin er í fallegum úðabrúsa sem á er letrað þetta sykursæta ástarljóð:
When you said, “I love you,”
I went over the moon.
My heart sang its glory,
The stars sang in tune
Falleg orð sem ylja inn að hjartarótum… alveg jafn mikið og verðið á líkamsúðanum sem kostar rétt yfir þúsund krónur íverslunum.
Þú getur keypt ilmi með heiti nokkurra borga, Paris, Milano og New York en Parísarilmurinn minn inniheldur meðal annars blómablöndu úr hýasintum og mímósum, sandalvið og muski.
Guðrún Gunnarsdóttir er menntuð í viðskiptafræði en hefur lengst af starfað í tískubransanum. Nú rekur hún heildsölu ásamt eiginmanni sínum. Hún er sérlegur unnandi Parísarborgar en þangað fer hún nokkrum sinnum á hverju ári. Guðrún er hrútur, fædd 1976.