Gloss wonder balm er eins og nafnið gefur til kynna – gloss og varasalvi í einum pakka.
Glossið er þykkt og gefur vörunum því mikla fyllingu. Liturinn á þekur ekki mjög vel þannig það er gott að setja einhvern sætan ferskjulitaðan varalit á varirnar og glossinn svo yfir.
Hann er mjög rakagefandi og varirnar verða mjög mjúkar. Í glossinum er m.a kókos og kakó krem og allskyns olíur sem eru góðar fyrir varirnar svo inniheldur wonderbalm sólarvörn með SPF 15. Við eigum það stundum til að gleyma vörunum þegar kemur að því að setja á okkur sólarvörn en það ER hægt að brenna á vörunum!
Góður varagloss frá gamla góða Nivea.
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.