Ég er algjör sökker þegar kemur að varalitum og glossum. Reyndar er mjög stutt síðan ég byrjaði að nota gloss. Fannst þau alltaf of klístruð og ekki nógu litsterk.
Það var sennilega afþví ég var ekki að nota réttu glossin og ekki að nota þau rétt!
Glossið frá Chanel er mín nýjasta viðbót í safnið.
Skærbleikt gloss (nr.124) gefur mikinn glans og gerir varirnar að miðpunkti andlitsins.Það er algjörlega lyktarlaust og ekki mjög þykkt. Alveg eins og ég vill hafa það.
Oftast set ég það á eitt og sér, þá verður liturinn fallega ljósbleikur og kasjúal. Ef ég vill fá sterkari lit set ég bleikan varalit undir. Ég nota varalit fá Nivea sem heitir Pink Baby Doll og er úr línunni Nivea Colour Passion.
Það er einmitt þetta sem ég hef komist uppá lagið með undanfarið. Gloss þurfa ekki að notast ein og sér. Það er mjög sniðugt að setja þau yfir varaliti því oftast hafa varalitir ekki mjög mikinn glans.
Þetta gloss er í topp 5 snyrtivörum hjá mér þessa dagana og mæli ég hiklaust með því ef þú vilt sætar og kynþokkafullar varir.
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.