Ég fjallaði nýverið um augabrúna-kit frá Gosh og hvað mér finnst augabrúnir skipta miklu máli fyrir heildar útlitið…
…mér finnast þykkar og þéttar augabrúnir vera málið en þunnar og ofplokkaðar augabrúnir ekki alveg að gera sig. En þó að augabrúnir séu fallegar þykkar og náttúrulegar þá er kannski ekki mjög smart að hafa þær úfnar. Því hef ég verið að nota mjög sniðuga og góða vöru sem kemur frá danska merkinu GOSH.
Þessi vara er svokallað augnbrúnagel og heitir Defining Brow Gel. Þetta augnbrúnagel er einfaldlega glært gel sem þú greiðir í augabrúnirnar, gelið stífnar svo og þannig getur þú mótað augabrúnirnar og haldið þeim í skorðum.
Mæli með þessu fyrir óþekkar augabrúnir sem eiga það til að standa í allar áttir!
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.