Sniðug vinkona mín benti mér á að þeir sem eiga í vandræðum með að finna sér ilmvatn eða rakspíra og vilja bara eitthvað létt og ferskt ættu alltaf að leita beint í Summer útgáfur af ilmum…
…Sumar ilmirnir eru nefninlega alltaf mun léttari og mildari en gengur og gerist. Þannig að þeir sem eru hræddir við of sterka og yfirgnæfandi lykt ættu þá frekar að finna sér eitthvað við hæfi á sumrin.
Ég gaf einmitt pabba mínum herrailm um daginn sem er einstaklega góður og ferskur en það er Burberry Summer ilmurinn.
Þessi ilmur er eiginlega alveg geggjaður!
Hann byggir meðal annars á mintu, mandarínu, timjan og hefur viðarkeim.
Og eins og við mátti búast frá þessari sumar útgáfu þá er hann léttur og ferskur (það er fátt verra er rakspíri sem stingur í nefið, úff!). Ilmurinn kemur svo í veglegri blárri flösku með silfur-tappa og klassíska Burberry munstrinu (mjög lúmst á bakhlið flöskunnar).
Mæli klárlega með þessum ilm fyrir þá sem vilja flottan ilm sem hentar bæði hversdags og fínt!
Hér eru svo nokkrir flottir og sumarlegir Burberry strákar í vor og sumarlínunni fyrir næsta ár frá Burberry Prorsum:
[vimeo]http://vimeo.com/25322735[/vimeo]Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.