Það nýjasta frá Cacharel, franska ilmvatnsrisanum, er sniðug lína sem heitir ‘Le Jardin Cacharel’ eða ´Caharel garðurinn’. Þessi lína er samansafn af 6 klassískum ilmum frá Chacarel sem eru komnir í litlar sætar flöskur með blómamunstri…
…Þetta eru vinsælu ilmirnir; Loulou, Amor Amor, Scarlett, Anaïs Anaïs, Noa og Eden. Sem sagt…sex ilmir , sex mismunandi umbúðir fyrir sex ólíka persónuleika, skemmtilegt og sumarlegt!
Ég eignaðist vinsæla ilminn Amor Amor sem margir kannast við. Hann kom fyrst út árið 2003 og sló þá rækilega í gegn. Gömlu umbúðirnar voru rauðar og þá eru nýju umbúðirnar auðvitað skreyttar með litlum rauðum blómum. Þessum ilm hef ég alltaf verið pínu skotin í, hann er ávaxta- og blómalegur og ilmar af appelsínum, rósum og vanillu svo eitthvað sé nefnt.
Þessi lína finnst mér mega sniðug og kjút. Er til dæmis snilld í gjöf fyrir vinkonu, ein sæt 25 ml ilmvatnsflaska í blómabúning.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.