Dönsku Ole Henriksen kremin hafa slegið í gegn á seinustu árum en það er síkátur snyrtivöru-efnafræðingur að nafni Ole sem er maðurinn á bak við kremin vinsælu…
…Ole segir galdurinn á bak við fallega og heilbrigða húð vera einfaldur og nefnir hann nokkur atriði sem gott er að hafa í huga;
- Rútína: Að venja sig á ákveðna rútínu og standa við hana. Þrýfa og næra húðina reglulega er þeð besta sem að þú getur gert fyrir hana.
- Raki: Raki er nauðsynlegur fyrir húðina en hver og einn þarf að finna rétt krem fyrir sig eftir því hvort þú þarft létt, miðlungs eða feitt krem.
- Örvun: Að örva húðina til endurnýjungar með réttu kremnunum og skrúbbunum mun gefa þér hreint og glóandi yfirbragð.
- Vörn: Sólarvörn er bráðnaulsynleg sem og hrukkuvörn sem kemur endurnýjun húðarinnar á fullt fyrir sléttari og stinnari húð.
- Dekur: Reglulegt dekur með réttu vörunum er nauðsynlegt.
Ég var svo heppin að eignast tvö krem úr smiðju Ole Henriksen en annað þeirra vann verðlaunin Natural Health Magazine Beauty Awards 2010.
Það krem heitir Pure Perfection og er andlits-rakakrem. Kremið er næturkrem er fyrir venjulega eða þurra húð en það dregur úr fínum línum og hrukkum ásamt því að færa henni frísklegan ljóma og mýkt. Þetta krem er frekar þykkt og feitt en smýgur hratt inn í húðina og maður þarf mjög lítið af því í einu. Mér finnst ekki skrítið að þetta krem hafi unnið til verðlauna og sé eitt af vinsælustu kremum Ole Henriksen því húðin verður silkimjúk og falleg þegar maður vaknar á morgnanna eftir notkun. Og svo er ekki verra að það örvi framleiðslu kollagens í húðinni.
Næst er það ´body-lotionið´ sem að ég prófaði.
Það heitir Body Sleek Hydrating Lotion og hentar öllum húðgerðum. Þetta krem er gott að bera á sig daglega fyrir góðan raka og milda og ferska sítrónu-lykt. Áferðin er létt og ekki feit og kremið er mjög fljótt að smjúga inn í húðna og gefa henni mýkt og raka. Kremið er byggt meðal annars á möndlu-, apríkósu- og avakadóolíu og Aloe Vera geli. En þetta ´body-lotion´ hefur ekki aðeins raka og ferska lykt heldur hljálpar það við að varðveita sólbrúnku ef það er borið á húðina beint eftir sólböð.
Þessi krem fá klárlega hæstu einkunn hjá mér…Allar Ole Henriksen vörurnar eru ‘cruelty- free’, sem sagt ekki prófaðar á dýrum. En eins og Ole sjálfur sagði:
Animals, like humans, are to be loved, not tortured.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.