Chanel Perfection Lumiere er meik sem stendur undir nafni. Áferð húðarinnar verður nefnilega fullkomin og ljómandi eins og silki.
Ég hef aldrei notað meik nema spari því mér hefur fundist það þurrka húðina en svo fékkst ég til að prufa þetta og ég hef verið með það daglega síðan. Húðin fær svo fallega áferð og ég hef ekkert orðið vör við að hún yrði þurr og þrotin eins og af mörgum öðrum meikum.
Umbúðirnar eru látlausar og klassískar eins og Chanel er vísa, með pumpu sem gefur alveg passlegan skammt í einu.
Chanel er lúxus og eftir því sem ég prufa fleiri vörur frá þeim fellur þetta merki í meira uppáhald, vörurnar eru allar í topp gæðum, endast vel og eru einfaldlega flottastar!
Ég valdi varalit frá Chanel sem einn af bestu 5 snyrtivörum sem ég hef átt og sjá má fleiri Chanel umfjallanir hér og hér!
Vegna þess hve “óraunverulegar” flestar fyrirsætur sem eru í meik-auglýsingum eru þá læt ég fylgja hér mynd af venjulegri stúlku með meikið góða á sér í dagsbirtu, týpísk norræn húð og ekkert plat!
Hér að neðan má svo sjá make-up myndband um meikið góða:
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=TvgsJEN-cVM[/youtube]Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.