Nýr varalitur gleður alltaf mitt litla hjarta. Nýjasta viðbótin er French Touch Absolu frá Lancome.
Umbúðirnar minna á diskókúlu, mjög litlar en magnið jafn mikið og í venjulegum varalit. Fer lítið fyrir honum sem er mjög þægilegt.
French Touch Absolu kemur í þrem litum , Lily Rose, Daisy Rose og Berry Rose. Ég er að nota Daisy Rose sem er fallega ljósbleikur.
Áferðin er silkikennd, gerir varirnar mjög mjúkar og kyssulegar. Liturinn er frekar náttúrulegur en samt flottur. Ég elska varaliti sem eru ekki of augljósir og fá fólk til að hugsa hvort maður sé með varalit eða hvort varirnar á manni séu bara svona flottar á litinn!
Liturinn helst mjög vel á en á mér finnst glansinn dofna aðeins yfir daginn og því bæti ég á hann nokkrum sinnum yfir daginn og þá er hann fullkominn! Lancome er gæða merki og framleiðir því aðeins það besta – innihald varalitsins eru nánast bara náttúruleg efni t.d. möndlu olía og argan olíur og hann er laus við parabena.
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.