Það er svolítið síðan að ég kynntist vörunum frá L´Occitane en þá bara kremum og sturtusápum sem ég fílaði í botn. Því var ég mjög spennt að fá í hendurnar förðunarvörur frá þeim…
…Ég fékk augnskuggapallettu og sætan gloss úr litríkri, sumarlegri og blómailmandi línu þeirra sem heitir
Pivoine Flora. Bleikir og ferskjulitir eru mjög áberandi í þessari línu sem og mildir brúnir litir.
Augnskuggapallettan (sem heitir DUO eyeshadow í lit Corail quadrille) er samsett úr tvemur sanseruðum litum, einum kóral lit og einum mosagrænum, en svo er líka flott að blanda þeim saman með burstanum sem fylgir og þá færðu fallegan brúnan lit.
Glossinn (sem heitir Incredible Lip Shine) kemur í túbu. Við fyrstu sýn lítur hann út fyrir að vera alveg glær á vörunum en eftir nokkrar mínútur dregur hann fram bleika litinn í þeim og varirnar verða rauðbleikar og kyssulegar.
Stór plús; allar umbúðirnar erum mjög fallegar og franskar í útliti og snyrtivörurnar eru ekki prófaðar á dýrum.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.