Þrisvar sinnum á ævinni hef ég fengið athygli og hól út á tærnar á mér frá karlmönnum.
Sá fyrsti sleikti þær ákafur en hinir tveir dáðust einfaldlega af þessum fallegu tám. Trúi mér hver sem betur getur -en ég lýg ekki.
Vegna þessarar óvæntu aðdáun karlmanna og vegna pjattsins í sjálfri mér passa ég alltaf sérstaklega vel upp á fæturnar á mér. Ég verð líka að gera það vegna þess að hælarnir safna hörðu siggi sem þarf að fjarlægja og mýkja reglulega upp.
Ég hef prófað flestöll fótakrem sem fyrirfinnast en nýlega fann ég krem sem ég er sérstaklega ánægð með. Um er að ræða Foot Beauty Treatment fótakremið frá Clarins. Ég hef verið að nota það í viku og finn hvernig það nærir og mýkir viðkvæma húðina á fótunum. Kremið inniheldur meðal annars kasjúhnetur en þær koma í veg fyrir myndun þurrar húðar, ásamt því að róa, mýkja og veita þreyttum tám vellíðan.
Ég stend einmitt mikið í vinnunni og þegar ég kem heim á kvöldin nudda ég þessu á tær og ökkla. Kremið þornar samstundis inn í húðina og skilur hana eftir mjúka og fína.
Ég mæli eindregið með þessu fótakremi frá Clarins. Það er vandað og áhrifaríkt, hverrar krónu virði.
Guðrún Gunnarsdóttir er menntuð í viðskiptafræði en hefur lengst af starfað í tískubransanum. Nú rekur hún heildsölu ásamt eiginmanni sínum. Hún er sérlegur unnandi Parísarborgar en þangað fer hún nokkrum sinnum á hverju ári. Guðrún er hrútur, fædd 1976.