Flowerbomb La vie en Rose er eitt af þessum ilmvötnum sem þú ert endalaust að fá spurninguna ” hvaða ilmvatn ertu að nota?”
Þetta er ekki þessi týpíska ilmvatnslykt, lyktin er mjög spes en ofboðslega góð. Flowerbomb kemur reglulega í nýjum útgáfum, þetta er önnur útgáfan sem ég eignast og lyktin verður betri með hverri útgáfu! Athugaðu líka að La vie en Rose kemur í mjög takmörkuðu upplagi!
Ilmurinn inniheldur keim af mandarínum, hindberjum, bleikum pipar, sykruðum möndlum, rósum, liljum,myntu, kasmír-viði og fleira góðgæti. Þetta er skrýtin samblanda þegar maður segir það en lyktirnar eru í fullkomnu jafnvægi og úr verður þessi unaðslegi ilmur.
Flaskan er líka svo gördjöss! Lítur út eins og handsprengja en er BLEIK og stelpuleg!
Flowerbomb er eitt vinsælasta ilmvatn í heimi og ég er ekki hissa! Algjörlega mitt uppáhalds ilmvatn , enda reyni ég að spara það því það kostar sitt – en er þess virði!
Það þarf alls ekki mikið af ilminum því hann er frekar sterkur – lyktin helst á tímunum saman. Það er alveg eins gott að eyða örlítið meiri pening í ilmvatn sem helst lengur á og þarf lítið af í stað þess að kaupa ódýrt ilmvatn sem hverfur af þér strax, ekki satt?
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=UwQhd_wrjVI[/youtube]
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.