Elsku Chanel! Snyrtivörurnar frá Chanel eru bara svo gómsætar! Og umbúðirnar alltaf flottar, það er auðvelt að falla fyrir nýjungum frá þeim…
…Það nýjasta í snyrtibuddunni minni frá Chanel er augnskuggapalletta sem inniheldur fjóra augnskugga, Les 4 Ombres í litakonsepti sem heitir 32 Lilium. Litirnir eru ljósbleikur, ljósgul-grænn, dökk grænn og dökk fjólu-grár.
Við fyrstu sýn lýtur allt mjög fallega út eins og yfirleitt hjá Chanel, en ég verð að viðurkenna að mér brá smá í fyrstu þegar ég prófaði augnskuggana á handabakið. Það var eins og þeir væru ekki að þekja vel né festast almennilega við húðina…sem betur fer þegar ég prófaði þá á augnlokið, með góðan grunn (hyljara), þá virkuðu þeir mun betur og festust eins og þeir eiga að gera.
Litirnir fjórir eru allir sanseraðir og glamúröss. Virka allir vel einir og sér en svo er hægt að blanda þeim saman á ótal vegu, uppáhalds blandan mín er ljósbleiki liturinn sem grunnur og dökk fjólu-grái í skyggingu.
En eins og ég segi þá er möst að vera með góðan grunn á augnlokinu (hyljari virkar vel fyrir mig) ef þú villt fá góða þekju og endingu með þessum fallegu litum.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.