Nýlega komu á markaðinn fjögur naglalökk frá Gosh í takmörkuðu upplagi.
- 001 Lavender love
- 002 Misty Mauve
- 003 Groovie grey
- 004 Neon baby
ALLT geðveikir litir!
Grái liturinn er ljósgrár og eins og það sé smá brúnt í honum. Hann kom mér svakalega að óvart því að ég elska liti! En þessi er ótrúlega flottur áberandi grár en um leið rosalega snyrtilegur.
Bleiki er sætur stelpu bleikur, áberandi með örlítilli rauðri áferð líka. Þetta er mjög sparilegur og heitur litur sem sæmir hvaða skvísu sem er.
Fjólublái er ljósfljólublár, saklaus og sætur! Hann er ótrúlega flottur og mér finnst hann svo skemmtilegur lætur mig brosa þegar ég horfi niður á neglurnar 🙂
Blái minnir á blátt postulín. Frekar svona “skandinavískur”. Bjartur og flottur.
ÞORNA FLJÓTT!
Gosh naglalökkin eru snilld fyrir pjattrófur eins og mig. Ég naglalakka mig rosalega mikið og það sem ég elska við þessi naglalökk er hvað þau eru ótrúega fljót að þorna og glansinn í þeim eru rosalega fallegur og mikill.
Það nægir að fara eina umferð því að það þekur rosalega vel en þú kórónar lookið með tveimur. Ég hef verið að drífa mig sjúklega og naglalakkað mig í flýti þá hentaði Gosh rosalega vel því það þekur svo vel, er fljótt að þorna og með miklum glansi í þannig að ég gat sleppt yfirlakkinu.
Umbúðirnar á þessu takmarkaða upplagi eru sjúúúúúklega flottar! Alveg sama lag á þeim og á öllum Gosh naglalökkum en það er búið að fegra umbúðirnar með sætum hvítum blómum sem minnir mig svolítið á fallegt blóma veggfóður – svo eru sum glös með myndum af stelpum.
Gosh er danskt merki og er fæst í öllum verslunum Hagkaupa. Glasið kostar rúmlega 1000 kr.
Viktoría Hinriksdóttir er yngsta pjattrófan. Fædd í ljónsmerkinu árið 1994. Hefur áhuga á öllu sem tengist hreyfingu og íþróttum, mataræði, tísku og öðru sem gerir lífið fallegra, betra og skemmtilegra.