Sumarið er klárlega uppáhalds árstíðin mín, jólin eru alltaf voða næs en innst inni hlakka ég mest til sumarsins…
…Og þá er ég að sjálfsögðu mjög hrifin af öllu sem tengist sumrinu; sumarfötum, hlutum sem hægt er að gera á sumrin og…sumar ilmvötnum! Mmmm ég elska ferska ávaxta-ilmi sem láta mann hugsa um heita eyðieyju með pálmatrjám og hvítum sandi.
Og þess vegna er þessi sumar ilmur frá Clarins að gera ansi góða hluti í minni bók. Hann heitir Clarins Eau des Jardins og ilmar af sítrónu, appelsínu, grape, rósum, lime og mintu svo eitthvað sé nefnt. Súper ferskur og skemmtilegur.
Þessi ilmur hressir mann við og er einskonar ilmmeðferð sem er upplífgandi…eins og sólin! Hann fer vel með húðina og inniheldur mýkjandi og rakagefandi efni sem lætur húðina ljóma.
Þessi lætur mig halda að það sé sól úti í smá stund. Mæli með að kíkja á þennan fyrir þær sem vilja eitthvað upplífgandi í snyrtibudduna í skammdeginu.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.