Stundum heldur maður að snyrtivöruframleiðendur hljóti að hafa komist að öllu sem hægt er að vita og geti ekki toppað sig meira.
Svo prófar maður nýja vöru og furðar sig á því hvernig hægt sé að gera endalaust alltaf betur.
Þetta er tilfellið með nýja FATAL BLACKS maskarann frá Helenu Rubinstein. Ég hef lengi verið mikill aðdáandi maskaranna frá merkinu og farið um þá fögrum orðum. Og ekki dvínar gleðin því nú síðasta vor sendi framleiðandinn frá sér nýjan maskara sem tekur fram úr þeim fyrri í gæðum.
Varan heitir Fatal Blacks en konseptið er sótt til slöngunnar.
Maskarinn er með nýju formi af bursta en burstinn er í laginu eins og hausinn á cobra slöngu. Svolítið kúptur og breiðari í miðjunni en við endana. Hann brettir augnhárin beint upp frá rótinni þannig að svokallaður brettari verður óþarfur. Hylur rosalega vel og endist allann daginn.
Þú ræður í raun hvort þú notar tvær umferðir eða fleiri en því fleiri sem þú gerir því dramatískari augu. Maskarinn gerir allt sem góður maskari þarf að gera, lengir, þykkir og brettir augnhárin upp auk þess sem hann aðskilur þau og kemur í veg fyrir klessur.
Áferðin á umbúðunum er svolítið metallic en með snákamynstri. Mér finnst þær ekki jafn flottar og t.d. Sexy Blacks en gæðin eru meiri. Þetta er verulega góður maskari. Hættulega góður… jafnvel fatal.
Þú færð hann í þremur litum: Magnetic Black, Hypnotic Brown and Captivating Bronze.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=rW8Opttq4q4[/youtube]Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.