Ein af mínum eftirlætis snyrtivörulínum er Top Secrets línan frá Yves Saint Laurent.
Þetta er svo handhæg og skemmtileg lína og vörurnar hafa ekki brugðist til þessa enda er YSL hágæðamerki.
Það nýjasta sem ég hef prófað frá merkinu er mjög skemmtilegur farðabursti sem virkar þannig að maður snýr toppnum til að aflæsa, kreistir smá og ber svo farðann á andlitið.
Ótrúlega handhægt og flott. Önnur vara sem er mjög gott að nota með þessari er Pore Radiance úr sömu línu en það er snilldar undirlag fyrir farðann. Dregur úr svitaholum og myndar fallega áferð á húðina áður en farðinn er borin á.
Fyrsta kvöldið sem ég brá mér af bæ með farðann á andlitinu hafði góð vinkona orð á því hvað húðin ljómaði fallega. Það eru alltaf góð meðmæli. Ég spurði hvort ég virkaði mjög ‘meikuð’ en hún sagði ekki.
Semsagt, Perfect Touch Radiant Brush Foundation frá YSL er algjörlega vara sem vert er að prófa svo lengi sem þú finnur litinn þinn.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.